14.6.2007 | 10:03
Enn af því sama...
Sælar kæru bekkjarsystur (og aðrir MA-ingar)
Það er með mig eins og svo marga að litlar breytingar hafa orðið á lífi mínu síðan við hittumst síðast. Hmm ég er greinilega argasta íhaldssál :) Ég er enn að starfa í ættfræðideild ÍE, í sambúð með sama Skagfirðingnum en búin að bæta við barni síðan við hittumst síðast þannig að nú eru þau tvö, Lárus Björn f.2002 og Sigrún Efemína f.2005 (dætur okkar Önnu Siggu eru því nöfnur). Svo er ég komin í kennsluréttindanám við KHÍ og klára það um áramótin. Ég stefni á það að verða kennari í framtíðinni - það eru náttúrlega launin sem heilla ha ha ha
Ég er búsett í Borgarhverfi í Grafarvoginum en það er það næsta sem maður kemst sveitasælunni í henni Reykjavík, kann afskaplega vel við mig þar. Ég mæli því eindregið með "úthverfi og akstri" Hjördís mín - þó aksturinn geti verið hreinasta pína á stundum :)
Kveðja
Svava Guðrún
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.