16.6.2007 | 08:42
rassaköst
Já ég lofa að hugsa til ykkar í kvöld og treysti því að þið munið taka gott tjútt og eggjandi rassaköst, rifja upp gamlar minningar en umfram allt njóta þess að vera saman á fróni. Hlakka til að hitta ykkur í 20 eða 25 ára stórafmæli. MA árunum fjölgaði hjá mér þar sem ég kenndi félags- og listgreinar árin 2003-2005 í MA, góður vinnustaður sem ég hugsa enn til og kollega minna þar, væri alveg til í að setja upp kennslugleraugun aftur einhverntímann. Annars búum við Valur í Lundi í Svíþjóð en við erum nýflutt þangað eftir 2 ára dvöl í Örebro. Þar sem Valli kláraði heimilislæknanám og ég listnám. Framundan er mastersnám hjá mér í lýðheilsufræði. og við erum nýbúin að kaupa okkur hús í úthverfi Lundar og njótum sveitasælunnar með Herði Breka og Dagrúnu Kristínu börnunum okkar. Hafið það gott og vonandi sjáumst við sem flest á 20 ára afmælinu!
knús og huglægt rassakast
Brynja
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.