Leita í fréttum mbl.is

Kveðjur frá BNA

Halló elskurnar mínar,

 og mikið er gaman að heyra frá ykkur og sjá nokkrar myndir þótt ég hafi séð huggulegri myndir af okkur 4G. skvísum - og já - væri gaman að fá myndir af Systu og fleirum úr Síberíunni. Svona ykkur að segja á ég engar myndir og væri frábært að fá fleiri á vefinn. 

Því miður verðum við Ási (já ótrúlegt en satt, menntaskólaástin lifir enn) fjarri góðu gamni um helgina. Við höfum búið í Íþöku í New York fylki síðan haustið 2005 en flutningar eru fyrirhugaðir í júlí . Við höfum bæði numið við Cornell háskóla en Ási hefur einnig verið að kenna þar Old Norse og er að ljúka mastersgráðu þaðan. Þá er hann kominn með tvær. Við erum bæði í doktorsnámi og Ási hefur ákveðið að klára sitt málfræðinám frá HÍ og ég mína menntunarfræði frá University of Cambridge í Englandi.

Stelpurnar okkar eru nánast fullorðnar, eða 9 og 13 ára. Það er óhætt að segja að við höfum þvælst víða en lengst af höfum við þó búið í Vesturbæ Reykjavíkur. Mæli eindregið með að flytja með fjölskylduna yfir Atlanshafið, yfirgefa skerið (hvort sem það er úthverfi, miðbær, krummaskuð, eða sveitin) og upplifa eitthvað alveg nýtt. Ekki síst barnanna vegna. Það er klisja að það þurfi að vera óhollt að skipta um umhverfi fyrir börn alveg eins og það er klisja að það þurfi að vera hræðilegt að eignast börn um tvítugt.  Þrátt fyrir MA-uppeldið sem miðaði að því að kenna reglufestu og hefðir þá hefur það uppeldi ekki einkennt lífshætti mína.  

Svo má ekki gleyma að minnast á pólitískar hugsjónir sem hafa vaknað í gegnum nám og störf. Ég starfaði sem jafnréttisfulltrúi Háskólans 2003-2005 og hafði sérlega gaman að því. Þá fékk ég einmitt útrás í því að reyna að breyta gömlum hefðum, hræra upp í gömlu kerfi. Það getur komið sér vel að bera hæfilega virðingu fyrir valdi og hefðum, það er forsenda fyrir því að þora að segja og gera það sem þarf. Þegar ég hugsa til baka var það einmitt félagslífið í MA sem gaf manni besta veganestið fyrir slíkt, veganesti til að verða virkur þátttakandi í að móta það samfélag sem maður hrærist í hverju sinni. Það skemmtilega við lífið er ef maður getur komið sjálfum sér og öðrum á óvart. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að hafa svo mikinn áhuga á námi að ég legði allt í sölurnar til að geta stundað doktorsnám. Eins vona ég að ég komi Ólafi Rafni enskukennara á óvart að nenna að leggja á mig að skrifa doktorsritgerð á ensku Joyful- ef hann þá man eftir mér Blush- en Síberíuvera mín stafaði ekki síst af óbilandi óþoli gagnvart ensku Pinch.

Góðar stundir á Kaffi Akureyri um helgina - verð með ykkur í anda

Linda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

MA stúdentar 1992
MA stúdentar 1992

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband