22.8.2007 | 23:52
20 ára gagnfræðingaafmæli á næsta ári, árgangur 1972
Ætla að misnota aðstöðu mína og auglýsa hér bloggsíðu sem búið er að koma í loftið vegna 20 ára afmæli gagnfræðinga frá GA á næsta ári.
Þar sem margir MA-ingar voru í gagganum og er af þessum ârgangi þá fannst mér þetta tilvalinn vettvangur fyrir tilkynningu af þessu tagi.
Slóðin á síðuna er www.blog.central.is/gagginn1988
Endilega látið þetta berast og gerið vart við ykkur á síðunni svo sé hægt að safna saman netföngum og öðrum upplýsingum sem á þarf að halda.
Kv. Vera Pera
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2007 | 11:21
Fréttir af Sögu MA
Sælt veri fólkið,
ég hringdi í Völuspá, ræddi þar við Jón nokkurn sem sagðist vera hálfaumingjalegur út af þessu. Bókin átti upphaflega að koma út við skólaslit í vor, en enn vantar í hana einn kafla, búið að brjóta hana um að mestu svo hann vonaðist til að hún kæmi út við skólasetningu í haust. Honum Jóni fannst þetta allt ósköp leiðinlegt og marg baðst velvirðingar á þessari seinkun.
Því er hér með komið til skila :)
Siva
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 11:14
16 júní á Kaffi Akureyri
Til lukku þið öll sem eruð 15 ára stúdentar. Í gærkvöldi hittumst við örfá á Kaffi Akureyri og skemmtum okkur vel. Mætti voru:
Hjörvar og Árný
Maggi Teits og Brynhildur
Pálmi og Hrönn
Finnur og Stína
Pálína og maki
Bjartey og maki
Ragnhildur Reynis
Þórdís og Ingó
Eins fréttum við af X-gengi sem hefði verið að fagna og ætluðu sumar af þeim í höllina. En við hittum þá ekki. Ég tók eitthvað af myndum sem ég set inn við tækifæri. Söknuðum Systu sem var búin að melda sig. Systa hvað varð um þig????
Sátum til að verða hálf 2 og skemmtum okkur vel en þá dreifðist liðið sumir fóru heim og aðrir voru að hugsa um að skella sér í höllina.
Takk fyrir skemmtilegt kvöld kv Þórdís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2007 | 08:42
rassaköst
Já ég lofa að hugsa til ykkar í kvöld og treysti því að þið munið taka gott tjútt og eggjandi rassaköst, rifja upp gamlar minningar en umfram allt njóta þess að vera saman á fróni. Hlakka til að hitta ykkur í 20 eða 25 ára stórafmæli. MA árunum fjölgaði hjá mér þar sem ég kenndi félags- og listgreinar árin 2003-2005 í MA, góður vinnustaður sem ég hugsa enn til og kollega minna þar, væri alveg til í að setja upp kennslugleraugun aftur einhverntímann. Annars búum við Valur í Lundi í Svíþjóð en við erum nýflutt þangað eftir 2 ára dvöl í Örebro. Þar sem Valli kláraði heimilislæknanám og ég listnám. Framundan er mastersnám hjá mér í lýðheilsufræði. og við erum nýbúin að kaupa okkur hús í úthverfi Lundar og njótum sveitasælunnar með Herði Breka og Dagrúnu Kristínu börnunum okkar. Hafið það gott og vonandi sjáumst við sem flest á 20 ára afmælinu!
knús og huglægt rassakast
Brynja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2007 | 03:05
Kveðjur frá BNA
Halló elskurnar mínar,
og mikið er gaman að heyra frá ykkur og sjá nokkrar myndir þótt ég hafi séð huggulegri myndir af okkur 4G. skvísum - og já - væri gaman að fá myndir af Systu og fleirum úr Síberíunni. Svona ykkur að segja á ég engar myndir og væri frábært að fá fleiri á vefinn.
Því miður verðum við Ási (já ótrúlegt en satt, menntaskólaástin lifir enn) fjarri góðu gamni um helgina. Við höfum búið í Íþöku í New York fylki síðan haustið 2005 en flutningar eru fyrirhugaðir í júlí . Við höfum bæði numið við Cornell háskóla en Ási hefur einnig verið að kenna þar Old Norse og er að ljúka mastersgráðu þaðan. Þá er hann kominn með tvær. Við erum bæði í doktorsnámi og Ási hefur ákveðið að klára sitt málfræðinám frá HÍ og ég mína menntunarfræði frá University of Cambridge í Englandi.
Stelpurnar okkar eru nánast fullorðnar, eða 9 og 13 ára. Það er óhætt að segja að við höfum þvælst víða en lengst af höfum við þó búið í Vesturbæ Reykjavíkur. Mæli eindregið með að flytja með fjölskylduna yfir Atlanshafið, yfirgefa skerið (hvort sem það er úthverfi, miðbær, krummaskuð, eða sveitin) og upplifa eitthvað alveg nýtt. Ekki síst barnanna vegna. Það er klisja að það þurfi að vera óhollt að skipta um umhverfi fyrir börn alveg eins og það er klisja að það þurfi að vera hræðilegt að eignast börn um tvítugt. Þrátt fyrir MA-uppeldið sem miðaði að því að kenna reglufestu og hefðir þá hefur það uppeldi ekki einkennt lífshætti mína.
Svo má ekki gleyma að minnast á pólitískar hugsjónir sem hafa vaknað í gegnum nám og störf. Ég starfaði sem jafnréttisfulltrúi Háskólans 2003-2005 og hafði sérlega gaman að því. Þá fékk ég einmitt útrás í því að reyna að breyta gömlum hefðum, hræra upp í gömlu kerfi. Það getur komið sér vel að bera hæfilega virðingu fyrir valdi og hefðum, það er forsenda fyrir því að þora að segja og gera það sem þarf. Þegar ég hugsa til baka var það einmitt félagslífið í MA sem gaf manni besta veganestið fyrir slíkt, veganesti til að verða virkur þátttakandi í að móta það samfélag sem maður hrærist í hverju sinni. Það skemmtilega við lífið er ef maður getur komið sjálfum sér og öðrum á óvart. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að hafa svo mikinn áhuga á námi að ég legði allt í sölurnar til að geta stundað doktorsnám. Eins vona ég að ég komi Ólafi Rafni enskukennara á óvart að nenna að leggja á mig að skrifa doktorsritgerð á ensku - ef hann þá man eftir mér
- en Síberíuvera mín stafaði ekki síst af óbilandi óþoli gagnvart ensku
.
Góðar stundir á Kaffi Akureyri um helgina - verð með ykkur í anda
Linda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2007 | 22:44
25 ára stúdentar
já ég veit, ég er sennilega að fara aðeins fram úr mér, en þegar ég las færsluna hennar Erlu "perlu" þá fannst mér að það hlyti að vera réttast að byrja að undirbúa 25 ára stúdenstafmælið. Hef það á tilfinningunni að það þurfi tíma og ráð til að ná þessum annars frábæra árgangi saman. Var aðeins að rifja upp árganginn í gær með pabba - og þá fannst mér einmitt ótrúlega margir í útlöndum (og dauðöfunda liðið auðvitað).
Ég legg til að Valdís Vera og Þórdís deili með sér formannssætinu í þeirri undirbúiningsnefnd - og velji sér góða með úr öðrum bekkjum. Samþykkt? Já, greinilega einróma
Fletti þessum fjórum myndum sem mig grunar sterklega að Valdís Vera hafi sett inn - og ég vissi að ég var fjarverandi í MA, en com'on! Ég kannaðist ekki við að nokkur úr bekknum hafi einhver tíma tekið þátt í Viðarstauk, vissi ekki að það hefði verið sérstök árshátíð Félagfræðinnar og hvað þá að 3. bekkingar hafi þurft að skemmta 4. bekkingum. Greinilegt að minn tími fór meira í Síberíu.
Þangað til næst - eða eftir 10 ár.
Systa vinur Hafnarfjarðar
p.s. legg til að við höldum þessari síðu áfram opinni og látum það berast, gaman ef fólk liti inn og segði upp og ofan að sér og sínum. Takk fyrir barnapakkann VV, þetta var mjög fróðlegt og skemmtilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2007 | 22:24
Gestabókin brúkleg
Endilega kvittið í gestabókina ef þið viljið ekki skrifa pistil eða hafið ekki lykilorðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2007 | 22:20
Börn og aftur börn
Sæl á ný
Gaman að fylgjast með blogginu og fá smá fréttir af ykkur og hittingnum.
Ég rakst á Kristínu líffræðikennara í erfidrykkju um daginn og hún sveif strax á mig og sagði mér að ég hefði verið í MA (eins og ég vissi það ekki). Ég spjallaði síðan aðeins við hana og hún enn að kenna líffræði við MA, ég kvað hana góða að hún myndi enn eftir mér eftir öll þessi ár og hún enn í heimi kennslunnar, hún sagðist aldrei gleyma þessum kvennabekk okkar þar sem hann var einstaklega áhugasamur um viðfangsefni áfangans. Ég fór að hugsa þetta í gærkvöldi og telja saman afrakstur barneigna í bekknum og mér telst til að börnin séu að verða 34 talsins, 15 strákar, 18 stúlkur og svo óvitað kyn hjá Soffíu.
Ekki gera mig alveg ábyrga fyrir þessu en hér kemur sundurliðun eftir bestu áreiðanlegu heimildum eða minni. Við erum sem sagt frekar frjósamar verð ég að segja og innilega til hamingju með öll börnin ykkar og stúdentsárin 15!!
Anna Sigríður Strákur og stúlka
Berglind Tvær stúlkur
Hjördís Ein stúlka
Ingibjörg Ekki vitað
Kristín Stúlka, strákur, stúlka
Ólöf Tveir strákar
Pálína Strákur, stúlka
Ragnhildur Strákur og tvær stúlkur
Lovísa Stúlka og strákur
Systa Þrír strákar
Soffía Strákur, stúlka og ....
Sólborg Ekki vitað
Svanborg Ein stúlka
Svava H. Ekki vitað
Svava G. Strákur og stúlka
Vala Tveir strákar og stúlka
Veran Tvær stúlkur
Þórdís Tvær stúlkur og strákurÞrjú börn fermd....
Annað sem mig langaði að minnast á var að ég keypti einhverja MA bók í vetur og ég er búin að borga hana í gegnum VISA fyrir nokkrum mánuðum en mér hefur ekki borist bókin í hendur ennþá og nú man ég ekkert hvaða fyrirtæki er ábyrgt fyrir þessu, er einhver í sömu sporum eða veit eitthvað um þessa bók.
Bestu kveðjur og hafið það gott fyrir og skálið svo fyrir okkur hinum sem gátum ekki mætt....
Veran Peran
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2007 | 21:25
Seint melda sumir sig..
Sælar, skvísur, ég kem inn seint en af krafti. Er, eins og Siva að koma eftir boð, þó að senan virðist mest vera fyrir 4G. Verð reyndar að segja að þið eruð yyyyndislegar á myndinni..
Sama tuggan hér eins og annars staðar, sama hús og sami kall, en börnin orðin óteljandi. Eða þrjú, þeir bara virðast vera fleiri. Ólöf, rauðvínsinnflutningur hljómar vel, gott að einhver er að gera eitthverja svona samfélagsvinnu sem við hin kunnum að meta. Vel gert.
Því miður er ég ekki á norðurleið, væri alveg til í að koma í hitting, en ég hef æðri skyldur að þessu sinni, vinnu og börn og svoleiðis svo það verður nú ekki. Verðum bara að taka þetta með trompi næst (hvað segja sérfræðingarnir, um "stóru" afmælin, er það 20 ára eða 25 ára??) enda eru margir góðir erlendis, t.d. Fanney, Linda, Ási, Valli og Brynja svo einhverjir séu nefndir.
Hæ, Siva, gaman að hafa samskipti við þig á þessum vettvangi.. erum að koma í heimsókn í júlí..
Já, Svava, ég mæli einnig með úthverfinu, bý einmitt uppi í Seljahverfi sem er algjört æði. Þegar maður er kominn í barnapakkann, þá er voða hentugt að búa í sveitinni. Við fjölskyldan yrðum örugglega handtekin fyrir ólæti á almannafæri ef við byggjum í miðbænum. Vona að þið hegðið ykkur skikkanlega í höfuðstað Norðurlands. Eða málið bæinn vel rauðann og lyftið glasi eða tveimur fyrir okkur hin/ar. Þórdís, þú verður ábyrg fyrir þessu.
Bið að heilsa að sinni,
Erla H
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2007 | 10:00
Ekki bara blogg fyrir 4G
Er búin að vera nokkuð dugleg að benda fólki á þetta blogg en fáir hafa skrifað. Reyndar var Ásgrímur að biðja um slóðina og ég vona að hann sendi línu frá USA. En þið hin endilega skrifið nú nokkur orð. Svo bara mæta á Kaffi Akureyri kl 9 á morgun kl 21:00
Kveðja Þórdís sem leggur af stað norður eftir hádegi :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007 | 17:10
Skaði að komast ekki
Sælar allar saman! Ólöf hér, það er greinilega stuð á sumum...ég kemst því miður ekki norður því ég er að fara til Frakklands eftir helgi. Ég er sem aðrar með sama kall (hugsið ykkur hvað verður gaman að blogga eftir 10 ár) og við eigum Úlfar sem er 6 ára og Palla sem er 4 ára. Við búum fyrir sunnan og erum með innflutning á vínum frá Frakklandi: www.vinekran.is . Ég er að taka master í þýðingafræðum í Háskólanum og hef sem aldrei fyrr gaman af því að læra heima.
Skaði að komast ekki!..en eru einhverjar til í hitting hér fyrir sunnan?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007 | 10:03
Enn af því sama...
Sælar kæru bekkjarsystur (og aðrir MA-ingar)
Það er með mig eins og svo marga að litlar breytingar hafa orðið á lífi mínu síðan við hittumst síðast. Hmm ég er greinilega argasta íhaldssál :) Ég er enn að starfa í ættfræðideild ÍE, í sambúð með sama Skagfirðingnum en búin að bæta við barni síðan við hittumst síðast þannig að nú eru þau tvö, Lárus Björn f.2002 og Sigrún Efemína f.2005 (dætur okkar Önnu Siggu eru því nöfnur). Svo er ég komin í kennsluréttindanám við KHÍ og klára það um áramótin. Ég stefni á það að verða kennari í framtíðinni - það eru náttúrlega launin sem heilla ha ha ha
Ég er búsett í Borgarhverfi í Grafarvoginum en það er það næsta sem maður kemst sveitasælunni í henni Reykjavík, kann afskaplega vel við mig þar. Ég mæli því eindregið með "úthverfi og akstri" Hjördís mín - þó aksturinn geti verið hreinasta pína á stundum :)
Kveðja
Svava Guðrún
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007 | 09:21
Sælar gellur!
Góðan og blessaðan daginn, Siva hér. Gaman að sjá ykkur á svæðinu eins og sagt er
Ég sé nú ekki betur en að hér skrifi bara meðlimir 4.G heitins, en þar sem Þórdís sendi mér leyniorðið ætla ég að troða mér hér inn á milli.
Púkinn í mér hlær pínulítið yfir fréttum að ykkur sem segja "sami karl, sömu börn og sama vinnan", ekki misskilja mig, mér finnst það sko góðar fréttir, en það minnir mig eitthvað svo óendanlega mikið á hinar fastbundnu hefðir skólans sem við vorum í - bannað að breyta til, alltaf að halda í hefðirnar !!
Ég hef nú varla séð ykkur undanfarin 15 ár svo frá þeim tíma hefur mitt umhverfi breyttst. Ég hef búið á Sauðárkróki undanfarin 9 ár, er sjúkraþjálfari á míns eigins stofu og náði mér í skagfirskan sveitapilt sem hefur blessunarlega engan áhuga á hrossum (og þeir eru nú ekki margir hér umslóðir sem gæddir eru þeim hæfileika). Hálft parhús en engin börn (nei stelpur, ég valdi mér mann sem er algjörlega sjálfbjarga og telst því ekki til barna). Helstu áhugamál eru leikfélagið, ferðalög, útivera og góður matur - ég ætti að vera fegurðardrottning! Nei, þetta með góða matinn spillir eitthvað lítillega fyrir því, þyrfti að skipta því út fyrir vinnu með börnum og þá myndi kórónan bara koma svífandi ....
Hvernig skrifar maður annars breyttst?? Breyst??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007 | 08:24
Kaffi Akureyri
Það er búið að benda á að það er mun meira pláss á Kaffi Akureyri og líklegra að fólk rekist þangað inn svo við (eða ég þar sem engin mótmæli hafa verið gerð) höfum ákveðið Kaffi Akureyri kl 9 á laugardaginn sjáumst sem flestar þar.
kv Þórdís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 21:36
Frá Önnu Siggu
Hæ og hó bekkjarsystur mínar
Af mér er allt gott að frétta. Ég er ennþá gift sama kallinum en á eitt frekar nýtt barn. Nýja barnið er kvenkyns og fæddist sl. október en ,,gamla" barnið er orðið átta ára. Ég kenni ennþá í MA.
Ég mæti galvösk á Bláu könnuna ef ég fæ barnapössun.
Bestu kveðjur
Anna Sigga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Kynntu nýtt tákn fyrir kynhlutlaust rými
- Öskufall og reykur geta spillt umferð
- Rigningar auka hættu
- Vill heimila fækkun fulltrúa í borgarstjórn
- Þú ert alltaf svo leiðinleg í kringum mömmu þína
- Vaka hafði betur gegn Röskvu
- Farið eftir hefðbundnu verklagi
- Sendu kvörtun til ráðuneytisins
- Varað við hvössum vindstrengjum
- Dregur úr skjálftavirkni í kvikuganginum
Erlent
- Tveir látnir í flugslysi í Noregi
- Forsetinn leystur úr embætti
- Fjórir létust í drónaárás Rússa
- Undirbúa aðgerðir gagnvart Bandaríkjunum
- Kanadamenn svara með 25% tolli
- Segir Bandaríkin skuldbundin NATO
- Börnin sváfu í brennandi húsinu
- Slæmt ástand í borginni: Kastar upp vegna lyktar
- Ungverjar draga aðildina til baka
- Tala látinna í Mjanmar komin yfir þrjú þúsund
Viðskipti
- Byggja Moxy-hótel í Borgartúni
- Íslenski hlutabréfamarkaðurinn skelfur
- Væntingar fyrir uppgjör Alvotech voru miklar
- Bandarísk hlutabréfaverð hrynja við opnun
- Nær 100 tonn af hrossakjöti
- Hertz tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty
- Sveinn ráðinn verkefnastjóri
- Tvöfalt hærra auðlindagjald en mögulegur tollakostnaður
- Hlutabréfaverð féll eftir tollatilkynningu Trumps
- Hringl í útgjaldamálunum á Íslandi