Leita í fréttum mbl.is

Sælar gellur!

Góðan og blessaðan daginn, Siva hér.  Gaman að sjá ykkur á svæðinu eins og sagt er Smile

Ég sé nú ekki betur en að hér skrifi bara meðlimir 4.G heitins, en þar sem Þórdís sendi mér leyniorðið ætla ég að troða mér hér inn á milli.

Púkinn í mér hlær pínulítið yfir fréttum að ykkur sem segja "sami karl, sömu börn og sama vinnan",  ekki misskilja mig, mér finnst það sko góðar fréttir, en það minnir mig eitthvað svo óendanlega mikið á hinar fastbundnu hefðir skólans sem við vorum í  - bannað að breyta til, alltaf að halda í hefðirnar !!

Ég hef nú varla séð ykkur undanfarin 15 ár svo frá þeim tíma hefur mitt umhverfi breyttst.  Ég hef búið á Sauðárkróki undanfarin 9 ár, er sjúkraþjálfari á míns eigins stofu og náði mér í skagfirskan sveitapilt sem hefur blessunarlega engan áhuga á hrossum (og þeir eru nú ekki margir hér umslóðir sem gæddir eru þeim hæfileika).  Hálft parhús en engin börn (nei stelpur, ég valdi mér mann sem er algjörlega sjálfbjarga og telst því ekki til barna).  Helstu áhugamál eru leikfélagið, ferðalög, útivera og góður matur - ég ætti að vera fegurðardrottning!  Nei, þetta með góða matinn spillir eitthvað lítillega fyrir því, þyrfti að skipta því út fyrir vinnu með börnum og þá myndi kórónan bara koma svífandi ....

Hvernig skrifar maður annars breyttst?? Breyst?? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

MA stúdentar 1992
MA stúdentar 1992

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband